Iceland - CCU-SAMTÖKIN - Crohn’s og colitis ulcerosa samtökin

More information
Phone number: 
871 3288
Email: 

CCU samtökin voru stofnuð í október árið 1995 og eru hagsmunasamtök einstaklinga með Crohn’s (svæðisgarnabólgu) og Colitis Ulcerosa (sáraristilbólgu). Meðal markmiða samtakanna er stuðningur við nýgreinda einstaklinga, stuðla að aukinni almennri fræðslu um sjúkdómana og útgáfu fræðsluefnis. Samtökin eru opin öllum, sjúklingum, aðstandendum og öðrum áhugasömun einstaklingum.

Stofnun
Ásgeir Theódórsson meltingarsérfræðingur er frumkvöðull að stofnun samtakanna. Þegar hann var í sérnámi í Bandaríkjunum, kynntist hann því hve mikilvægt er fyrir einstaklinga sem greinast með sjúkdómana, að hafa aðgang að slíkum samtökum. Eftir að hafa rætt þessi mál við kollega sína voru fimm sjúklingar boðaðir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði til fundar við Ásgeir og tvo hjúkrunarfræðinga sem störfuðu við spítalann. Tilgangur fundarins var að ræða stofnun stuðnings samtaka. Þetta var haustið 1992. Eftir þennan fund var farið í undirbúningsvinnu. Bréf voru send til meltingasérfræðinga og sjúklinga með bólgusjúkdóma í smáþörmum og ristli, þ.e. Crohn´s og Colitis Ulcerosa og þeir beðnir um að hafa samband við undirbúningshópinn. Undirbúningsfundur var síðan haldinn í Gerðubergi 23. mars árið 1993. Þar mætti fimm manna undirbúningshópurinn, tveir aðstandendur og ellefu sjúklingar – af 450 manns sem þá var vitað um að hefðu greinst með sjúkdómana. Ekki gekk að stofna samtökin formlega í þetta sinn eins og vonast hafði verið til, en undirbúningshópurinn hélt ótrauður starfi sínu áfram. Í september árið 1995 voru aftur send bréf, til meltingarsérfræðinga, greindra einstaklinga og líka til allra heilsugæslustöðva landsins með auglýstum stofnfundi þann 26. október. Einnig var hringt í alla sem fengu bréf og bar þetta það góðan árangur að á stofnfundinn mættu um 60 manns. Á þessum fundi var félagið loks formlega stofnað.

125 Reykjavík
Reykjavík 
IS